<$BlogRSDUrl$>
|

mánudagur, janúar 10

Jæja ágætu samsveitungar nær og fjær, nú er komið að nýársannál Ástu Bjarkar. Það bendir flest til þess að þetta nýja ár komi með hvelli. Jú tilkoma lítils Kóps í kringum þjóðahátíðardag okkkar íslendinga er helsta ástæða bjartsýni minnar en einnig er gott að hafa fengið það staðfest um leið og nýtt ár gekk í garð að " sagan endurtekur sig" Jú Ásta litla féll í stærðfræði, var að vona að þetta próf yrði samt undantekningin sem sannaði regluna, en það er víst ekkert svoleiðis í reglunni " Ásta fellur ALLTAF í stærðfræði!" Svo núna er ég komin upp í Þjóðarbókhlöðu að læra stærðfræði ( það er bara tilviljun að ég´ákvað að skrifa á bloggið mitt... ekki leti!). Annars er bara lítið að frétta.. Ég tók niður jólaskrautið mitt í gær og nú er bara tómlegt í íbúðinni minni, er að spá í að setja jólatréið aftur upp og hafa það þartil í sumar.... Mútta og pabbi komu í mat í gær og við Gústi töfruðum fram dýrindismat.. ´Gústi fékk að gera forrétt alveg sjálfur.. hann valdi að gera skærbleika rauðbeðusúpu.. sem var eiginlega svoldið eins og pastasósa í dós þegar hún var tilbúin, en sem slík mjög góð:) ( Gústi er leigður út ef einhver er að fara að halda matarboð þá er ekkert mál að fá hann að láni eins og eina kvöldstund) Nú svo notuðum við okkar storkostlegu Lean mean fat reducing grilling machine til að búa til kjúlla... mjog gott... nýársannáll endar því ásta þarf að fara að læra í hausinn á sér... En eitt fyrst:


Nú fyrst þessi ágæta síða mín virðist vera vettvangur umræðna og samskipta á milli okkar danskelandspiger þá var ég að spá hvort ég ætti ekki að gefa ykkur passwordið og svoleiðis svo við getum allar skrifað fréttir af okkur ( ekki bara á kommentin) ? Ég ætla nebblega að cut back on the shibbying og vera svoldið dugleg að læra eftir jól svo ég eigi í engum erfiðleikum með prófin sem eru í mai.. fyrst Kópur ætlar að koma í júní:) Ef einhver vill sjá myndir af bjútíbollunni minni þá er hann á barnalandi á læstri síðu.. http://www.barnaland.is/barn/25830 leyniorðið er litlikópur



This page is powered by Blogger. Isn't yours?