<$BlogRSDUrl$>
|

laugardagur, september 25

Laugardagur til Lærdóms 

Já það verða víst allir vikudagarnir til lærdóms næstu vikurnar, próf alla laugardaga í oktober. Fyrsta prófið eftir viku:) var eg buin að segja það kanski? aníveis, er upp í þjóðarbókhloðu að myndast við að læra þetta bull, orðin mörgu fróðari skal ég segja ykkur og held að bráðum geti ég tekið einhverja líffræðingagráðu! Kanski hefur bara Gústi minn skráð mig í vitlaust fag þegar hann kom hérna upp i skóla um árið meðan ég var ennþá úti.. Samt mjog gaman gott og blessað!
Við fórum með kisulingana heim til mömmu og pabba i gær því litli vitleysingurinn hann Lárus hann var bara ekki orðinn nogu þroskaður innan í sér til að vera upp á eigin spýtur, hann var með pípandi niðurgang alla daga. Agalega sætt sko, nema það að það lak alltaf fínerí á littlu sætu loppurnar hans, svo festist það í steinunum og hann var alveg i stokustu vandræðum. Nú við sáum okkur fáa aðra kosti færa en að "refsa" honum smá fyrir sóðaskapinn með þv´að dýfa honum aðeins í bað ( voða grunnt volgt vatn.. samt!) heyrðu minn bara sjaldan skemmt sér betur heldur en í baði... útskýrir kanski hversvegna subbuskapurinn fór stigversnandi og hann var farinn að sprikla í baðkarinu ó/tilneyddur 3 sinnum á dag!

Jæja nog komið af kettlingasogum:) þeir eru allaveganna i heimsokn hjá genatiskri móðuri sinni nuna, en hin saknar þeirra mikið, og hvað þá pabbinn þeirra jesús!
Silja pilja er með matarboð í kvold fyir mig og lárus, ætla að vera dugleg að læra þar til ´drynur hérna í öllu saman að það sé búið að loka, annars verð ég leiðinleg i kvold:)
smooch
ab

|

þriðjudagur, september 21

smá updeit 

Maður getur ekki verið þekktur fyrir það að vera slakari blöggari heldur en Heiðrun svo hérna koma nokkrar línur;)
1. Heiðrun mín það var yndislegt að sjá þig, ég mætti Möggu í bílnum þegar ég var að keyra frá kirkjunni hún var alveg brosandi út að eyrum og ekkert smá falleg brúður, gott að það var gaman hjá ykkur, moka sér svo bara að setja inn myndir.. bilað smilað ertu ekki tölvunarverkfræðingur að mennt eða??
Nú þetta var allt of sumt, bara eitt!
Gaman í skólanum, brjálað að gera og alveg eins og það á að vera. Hlakka ekkert smá mikið til að sjá hvernig fyrsty prófin fara, það eru próf alla laugardaga í oktober svo allir bara krossleggja fingur og hugsa til ástu i þynnkunni!

Jú svo eru nú einar fréttir. Við Gústi erum búin að fá okkur tvö litil kisusistkyn og þetta eru sko fallegustu litlu dúllur í heiminum, þær eru að gera allt vitlaust í íbúðinni ( ef´þú ert nágranni okkar þá eru kettlingarnir náttlega bara í pössun hjá okkur!) en þær þurfa að vera innikisur því þær mega ekkert vera að vappa á göngunum. Þær eru alveg sætar. Nú strakurinn heitir Lárus og stelpan heitir Ágústa. Ég fékk að skýra Lárus í höfuðið á Láru vinkonu og Gústi fékk ósk sína uppfyllta um að skíra afkvæmi sitt eftir sjálfum sér ( í þetta eina skipti.)
Þegar ég er búin að eignast peninga og svoleiðis ( þið þekkið þetta) og búin að kaupa mer digital myndavél ( sem er númer 12 á listanum yfir hluti sem eg ætla að kaupa þegar ég eignast peninga, fylgir fast á eftir, korti í líkamsrækt, fötum, klára mótorhjólaprófið, gardínum í eldhúsið osfrv.) En þegar það gerist þá verður picture overflow hérna af myndum af litlu dúllunum. Þær eru voða líkar myndinni sem eg var með muniði síaðsta vetur..

Gaman að frétta ad Louisa væri með Heiðrúnu í bekk þarna úti, svo kemur Kata líka eftir jól ( verður louise þá kanski farin?) allaveganna gott að engum leiðist.. eg ætla að reyna að koma í heimsokn við fyrsta tækifæri... ennþá bætist á listann.. Í really have to win the lottery! Já nú er það komið á listann líka.. Lotto.is! Kaupa sér áksrift!!

Fríða! Viltu senda mér óléttubumbu myndir!!

Knús og kossar|

þriðjudagur, september 7

í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!! 

Það er svo gaman að vera byrjuð aftur í skólanum. Og í þetta skipti er efnið ívið meira áhugavert en það var í Danmerku svo samhliða því skemmti ég mér mun betur. Sem betur fer var ég svo heppin að félagsskapurinn hér gefur dönsku yngismeyjunum mínum ekkert eftir því ég var svo heppin að minn yndislegi frændi hann Jón Einar ákvað að taka sig til og byrja í sálfræðinni líka! Nú samvinna tveggja einstaklinga úr þessum góðu genum getur ekki annað en látið gott af sér leiða svo ég er mjög ánægð. Svo erum við, ásamt Vésteini æskuvini hans Jóns, Leshópurinn skytturnar þrjár (á eftir að segja strákunum frá nafngiftinni á hópnum). Við erum einstaklega dugleg, skemmtileg og fyndin og er það örugglega hvurs manns draumur að fá að vera í jafn skemmtilegri grúppu. En eins og nafnið gefur til kynna þá er hópurinn fullskipaður, fámennur og góðmennur!

|

fimmtudagur, september 2

Svoooo... veik 

Jamms minn er í hvíld heima hja mömmsu gömlu. Það er nú bara þannig að hversu gamall sem maður verður þá er alltaf best að vera veikur heima hja mömmu. Núna reyndar er mútta að vinna en í staðinn hef ég yndislega ömmu til að snúast í kringum mig. Leiðinlegt sko.. ég átti að byrja í skólanum í gær en ég var alveg frá. Gat ekki talað fyrir hæsi og það var eins og það væri búið að gelda mig ( og ég væri strakur). Svo ég ákvað að vera skynsom og vera bara heima, en ég hefði alveg eins getað tekið sénsinn á því að verða meira veik eins og að bókstaflega deyja úr leiðindum heima hjá mér. Var þetta litla glöð þegar greyið Gústinn minn kom heim úr kvoldskólanum...

Nú mér bárust svo þær fréttir til eyrna að ég hefði verið heppin að missa af þessum fyrsta degi í skólanum þvi það var víst bara verið að hræða okkur nýnemana! En ég segi það og skrifa! Sálfræði hvað! Þegar maður er búinn að lesa og ná hljóðfræði hjá Apu með prýðiseinkun þá þarf sko meira til að hræða mann! hahahaha ( fara varlega í stóru orðin ásta....)

Allaveganna eins og þið heyrið full sjálfstrausts og tillhlökkunar yfir nýhafinni skólagöngu.. Hei já ég hætti við að halda upp á afmælið mitt á fostudaginn því Silja og Lára stöllur mínar ákvaðu báðar að taka upp á þeim leiðindum að flyja af landi brott á afmælinu mínu, önnur til Grikklands og hin til ítalíu. Svo ég ákvað að slá fögnuðinum á frest um óákveðinn tíma. Kanski reyni ég að setja hann þegar Heiðrún kemur heim í Brúðkaup!!

Við erum að fara að fá ADLS tengingu í höllina, þá lofa ég að vera miklu miklu duglegri að skrifa. Og sumir sem eru farnir til Danmerkur skuli átta sig á því að það er LÉLEG frammistaða að nýjasta updeitið á blögginu hennar fjalli um brotin PÁSKAEGG!

knús
Asta Björk


This page is powered by Blogger. Isn't yours?