mánudagur, ágúst 16
Orðin 101 "týpa"... á hjóli!
Jæja núna er aldeilis langt síðan eg hef látið í mér heyra. Mér finnst eitthvað hálf glatað að vera að blogga hérna heima á íslandi því það gerist jú voða lítið sem er í frásogur færandi... Kanski er samt gaman að segja frá því að ég var að skrifa undir leigusamning og fá lykla af nýju íbúðinni minni.. og Gústa:). Nú höllin er á Blómvallagötu, alveg prinsessu sæmandi. Hún er svolítið Danmerkurleg, listar á ollum hurðagöflum og útskorin blóm, listar í loftunum og flottasta eldhúsinnrétting sem sögur fara af. Og svo er líka baðkar í henni, sem er einmitt mjog vinsælt og ég saknaði mikið í Danmorku. Nú hún Móðir mín ætlar að splæsa á litlu dúlluna sína reiðhjóli, ég ætla að fá dömureiðhjól með körfu og svo ætla ég alltaf að vera með ferska ávexti og blóm í korfunni minni... helst með strahatt líka. Vitiði bara til:)
Nanari fréttir af innflutningsteiti og sa videre koma seinna:)
knús
Nanari fréttir af innflutningsteiti og sa videre koma seinna:)
knús