<$BlogRSDUrl$>
|

fimmtudagur, apríl 29

Toootles! 

Jæja kæru vinir
Nuna er eg komin aftur eftir smá fráveru, Búin að vera með meiriháttar ritstíflu. Það er kominn fimmtudagur og ekkert nema skemmtileg helgi framundan. Nú eins og ég hef greint frá áður þá er afmælið hans hauks á laugardaginn. Katrín Hin ætlar að bjóða okkur stelpunum (og gústa) í mat heim til sín áður en við hrúgum okkur upp á Rask í strætó. Við stelpurnar tókum smá forskot a sæluna og kíktum aðeins á kaffihús í gær þegar ég var búin að vinna. Voða rólegt og þægilegt kvold í vinnunni. Auðvitað ekkert nema forrettindi að fá að vinna með honum Ara sem er einhverra hluta vegna orðinn fyndnari eftir að hann flutti til Danmerkur tja ef eg fer ekki bráðum að kalla hann Chandler..

Ég fekk namslanin mín í gær (vúhú) mj. gott. Við erum búin að líða þvílíkan skort útaf þessu stóra símreikningsmáli okkar. En við fórum og bættum aldeilis úr því. Fylltum alla skápa, hillur og frysta af mat. Þetta var reyndar hálf sorglegt. Þegar við komum heim með alla pokana 50 þá ákvaðum við að taka smá til í ískapnum til að koma ollu fyrir og þegar við vorum búin að henda þvi sem var gamal og óætt þá stóð úrvalið saman af Dijon sinnepinu hans Gústa, Pizzasósu og sultu... En núna er allt fullt og voða gaman:)

Svo kom bara rosa gott veður í gær og við Gústi fórum í labbitúr í bænum. Aðallega að skoða barnafot og reyna að finna eitthvað fallegt fyrir hana Önnu mína og litla prinsinn hennar. En þvi miður þá er ég bara með alltof háar hugmyndir og fann ekkert sem mér fannst prinsi sæmandi. Fann hinsvegar alveg TONN af fallegum prinsessufötum... (kling= í eggjastokkunum sko...). Svo tylltum við okkur á útiborðin á veitingastaðnum mínum með Ara og Heiðrúnu og fengum okkur gott að borða áður en ég fór í vinnuna.

Nú í dag er hann Gústi minn að fara að hjálpa Ara að flytja og svo held ég að þeir ætli að skella sér á eina fótboltaæfingu eða svo. Ég ætla að bjóða henni Kötu minni í mat og svo er nattlega sex and the city night tonight! Jei strakakvold hjá Gústa og stelpurkvold hjá Ástu.

Nú svo eru auðvitað bara fjórir dagar þar til mamma og selma koma í heimsókn! Get ekki beðið!!!!!!!!
Eins og hún selma mín sagði í gær " á morgun er ég að fara að koma á morgun!" yndislegust!!!!!
kys og kram
|

mánudagur, apríl 26

Maður þarf ekkert alltaf að vera skemmtilegur þegar maður á svona skemmtilega vini:) 

Chandler: “You know, Donald Duck never wore pants, but whenever he gets out of the shower, he wraps a towel around his waste. I mean, what’s that about?”

Chandler: “Oh that's so cool! Why would a cop come in here though? They don't serve donuts.” (No one laughs.) “Y'know what actually, could you discover the badge again? I think I can come up with something better than that.”

Joey: “Well this guy came by to look at the unit and he said he didn’t think it was big enough to fit a grown man!”

Chandler: “So you got in VOLUNTARILY!”

Joey: “I was trying to make a sale!! Oh man, if I ever run into that guy again, do you know what I’m gunna do?”----->

Monica: “Oh my God! What happened?” Chandler: “Oh, umm, Joey was born, and then 28 years later, I was robbed!!” !!”

Kathy: “You have really great hair.” Chandler: “Thanks, I, grow it myself.”

Chandler: "I'm not great at the advice, can I interest you in a sarcastic comment, some cheese.”

Monica: “Shut up, the camera adds ten pounds.” Chandler: “Ooh. So how many cameras are actually on you?”

Joey: “All right they got water, orange juice, and what looks like cider.” (Tekur glas úr ísskápnum.) Chandler: “Taste it.” Joey: (Drekkur úr glasinu og setur það aftur í ísskápinn.) “Yep, it's fat. I drank fat!” Chandler: “Yeah, I know, I did that two minutes ago.”

CHANDLER: You can't tell, but I'm trying to break the tension by mooning you guys.

ROSS: Y-ello. No, Rachel's not here right now, can I take a message? Alright, and how do we spell Casey, is it like at the bat or and the Sunshine Band? OK, bye-bye. Hey, who's this uh, this Casey? PHOEBE: Oh, some guy she met at the movies. ROSS: Oh really? What uh, what does he want with her?

CHANDLER: Well, I'm guessing he wants to do a little dance. . . ya know, make a little love. . . well pretty much get down tonight.

Monica: “Yeah, with Chandler not getting paid we could really use 300,000,000$” Chandler: “Yes, because if I was at my old job, we'd say "300,000,000$? No thank you."

Chandler: "Sometimes I wish I was a lesbian.......did I say that out loud?"

Joey: Fine! You hide my underwear, i'm gonna do the exact opposite to you! Chandler: What are you, what are you gonna SHOW me my clothes?!?

EDDIE: I just feel like someone reached down my throat, grabbed my small intestine, pulled it out of my mouth and tied it around my neck... CHANDLER: Cookie?

Monica: Hey, you're wearing sweatpants! Chandler: Yeah, where are the guys? I'm ready to go get drunk and see some naked women! Monica: It's 9 in the morning. Chandler: They have breakfast buffet...

Chandler: "Joey kept screaming at me, DO IT NOW! DO IT! DO IT! DO IT NOW!!... Sometimes late at night, I can still hear the screaming.." Joey: (laughing) "That's cuz sometimes I do it through my wall to freak you out.."

|
Já í dag er mánudagur (hahh! ekki komin helgi!) Ég bíð nú samt spennt eftir helginni því mamma og selma koma á manudaginn!! Jei.. Svo er natturulega þrítugsafmæli hjá honum Hauki gamla á laugardagskvoldið, þau skotuhjúin víst búin að fara á grænsen og fylla pleisið af allskyns góðgæti í föstu og fljótandi formi. Við erum að reyna að læra hérna til tilbreytingar (þessvegna ákvað ég nú að skrifa nokkrar línur á bloggið, allt betra en að læra). Man þegar við fluttum hérna inn og það fyrsta sem okkur báðum datt í hug var hversu tilvalið þetta blessaða borðstofuborð væri undir heimalærdóm.. það má nú alveg deila um notin á því.. Ég á reyndar að fara í próf á morgun í þessum frabæra phonetics tíma mínum, en þar sem profin gilda ekki neitt þá er ég að spá í að reyna að halda geðheilsunni og þarmeð bókinni lokaðri í bili. Ætla frekar að einbeita mér að súffragetturitgerðinni minni sem er svona að komast í startholurnar.

En ég er ekkert skemmtileg í dag og ætla bara að reyna að gera eitthvað af viti. Endlilega ef einhver lesandi minn telur sig vera skemmtilegan gerið svo vel að hafa samband:) ( ekki það að minn yndislegi kærasti sé ekki skemmtilegur, hann er bara duglegri en ég þessa stundina og er að læra)
kys og kram
|

sunnudagur, apríl 25

vúhúúu 

Sko mín dugleg að skrifa.. bara tvisvar á dag takk fyrir (lofa að hafa þetta stutt Björgólfur minn)! Frabær dagur liðinn. Þvílík og önnur eins huggulegheit. Það er bara allt annað að vera til þegar það er svona gott veður. Ég gerði sumsé heiðarlega tilraun í morgun til þess að vekja Katrínu og bjóða henni í Brunch, gekk ekkert alltof vel, sumir fóru aðeins á tjúttið í gær og voru frekar illa staddir i dag. úff eitthvað sem ég sakna ekki við þetta stanslausa djamm heima, þó eg sakni þess alveg fullt að fara á stælinn með láru minni í íþróttagallanum og borða hamborgara með fullt fullt af sosu og sulli ( það skal tekið fram að eg hef ekki borðað alvoru hamborgara síðan ég kom hingað.. eg treysti ekki þessum kebeb stoðum, finnst kjotið eitthvað doobius utlítandi). En ég fór í búðin og keypti sumardagsins fyrsta gjof fyrir hann Gústa minn. Keypti svona boccia spil, rosa skemmtielgt, Svo við erum búin að hanga úti í garði í góða veðrinu í allan dag og spila boccia.. leiðist að segja frá því en Gústi took me to the Bakery... Gengur betur næst.. Svo fórum við í smá gongutúr, samt ekki heilsugongu heldur einungis til þess að fá okkur svona danska ísbombu mmmmm...

Núna er hann Gústi minn farinn i eitthvað bekkjarpartý, ég bókstaflega henti honum útum dyrnar greyinu. Já maður verður stundum að lyfta sér upp. Ég er lika buin að hafa það rosa huggulegt við að gera alllskonar stelpuhluti,, setja á mig maska, lakka taneglur os.frv:) Núna ætla ég bara að fara að koma mér í háttinn og bíða eftir að gæinn minn komi heim.

Þangað til næst!
|

laugardagur, apríl 24

Morning's here!! The morning's here!Sunshine is here! The sky is clear the morning's here!!............ 

jamms núna er komin helgi.... er það bara ég eða byrja öll blöggin mín á þessum orðum? Aldrei þessu vant þá er húsfreyjan á heimilinu vöknuð fyrir hádegi, orsakast af því að húsfreyjan á neðri hæðinni finnur sig knúna til að halda morgunpartý á hverjum helgarmorgni.. Ég ætla samt ekki að pirrast yfir því heldur njóta þess að taka daginn með trompi. Sem þýðir að lyggja í sólbaði upp í sófa (opinn gluggi sko) og horfa á My Best Friends Wedding sem klikkar aldrei!

Ég var að vinna i gærkveldi.. kvöld dauðans. Ég var fra 6-12. Já sumir koma til með að hlægja núna því 6 timar eru bara dropi i hafið miðað við vaktirnar okkar á Thorvaldsen, en þannig er mál með vexti að þessi blessaði veitingastaður sem eg er að vinna á er á 3 hæðum. í gær var ég sumsé á 2.sal (3.hæð) með svona 50 gesti. Það þarf að hlaupa niður eina til tvær hæðir til að sækja ALLT drykki, reikninga og sfr. og svo er eldhúsið niðri á fyrstu hæðinni svo þangað þarf að skila pontunum... Ég hef reyndar ekki tölu á því en ég held að ég hafi hlaupið upp og niður troppur oftar i gær en um gervalla ævi mína! Og litlu greyið lappirnar mínar voru líka búnar á því þegar ég kom heim.. fann ekki fyrir þeim og saknaði innilega hennar mömmu minnar sem iðurlega finnur til með mér þegar kemur að lúnum fótum, því það þekkir hún vel:) Én hann Gústi stóð sig eins og hetja og bauðst meira að segja til þess að nudda iljarnar.. og hann sem er með mestu tásufóbíu í heiminum!! Svo fengum við okkur smá að borða (því ef húsfreyjan er frá í vinnu þá sveltur húsbóndinn heima) og skelltum okkur í háttinn.... hmmm. hvað er að verða um mig? Föstudagskvold!

Það bjargaði reyndar kvoldinu mínu i gær að það voru stórkostlegir hressir íslenskir kennarar í ráðstefnuferð sem komu og borðuðu hjá mér.. Fekk reyndar ekki að hafa þá á minni hæð, en var mjog dugleg að passa upp á þá.... Áfram ísland!!

Núna ætla ég að fara að vekja kallinn og hringja í hana Kötu mína og bjóða henni í Brunch! Egg og beikon að hætti skt. Knudsgade!

tootles!

Heyrðu hún Fríða fína er búin að vera iðin við heimalærdóminn eins og endranær og er búin að ná nýjum hæðum í enskunámi sínu. Hún hefir sett saman þennan eindæmis gagnlega lista yfir íslensk-enskar þýðingar:

The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.

I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.

Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.

I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.

Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.

Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.

He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.

It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.

She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.

He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.

I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.

On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
|

föstudagur, apríl 23

týpískir Danir.... Bókstaflega! 

úff alger snilld. Hún Sólveig skvísa var að byrja í donskuskóla hérna og fékk svona óskrifaðar reglur sem "kenna" manni að vera Dani. Hefði nú alveg mátt útdeila þessu við lendingu... vil beina athygli að reglu nr. 2 sem eg er búin að brjóta margoft síðan ég kom, og reglu númer 18. sem segir sig nú reyndar svolítið sjálf. En ég meina sumir kanski eru ekki með allt á hreinu.,,


22 uskrevne degler for invandrere/flygtninge i Danmark

1. man må ikke kritisere dansk kultur eller religion.
2. man må ikke sige, at dansk mad er kedelig.
3. man må ikke rose sig selv (hrósa)
4. man må ikke rose sine børn foran andre.
5. man skal helst snakke om emnerne - skat, dårlig økonomi og ny bil.
6. man skal være beskeden i gruppesammenhæng. (hógvær)
7. man skal lade som om man har check på det hele.
8. man skal ikke snakke om success på arbejde.
9. man skal ikke tro man er noget.
10. man skal ikke købe noget dyrt, i alt fald ikke prale med det - i givet fald " det var billigt, det var på tilbud.."
11. man skal være HURTIG til at tale dansk, holde danske traditioner - dåb, konfirmation, fødselsdag og jul.
12. man skal grine af vittigheder
13. man skal helst kunne snakke med om danske fjernsynsprogrammer, film og politik.
14. man skal ikke vise sine følelser eller snakke om dem.
15. man skal have danske venner.
16. man skal dyrke motion.
17. man skal give hånd til alle i et selskab.
18. man skal helst drikke alkohol (til en fest) m.m.
19. man skal ikke klæde sig for fint på.
20. man skal ikke være "anderledes", "ekstravagant" eller bo på en anden måde (livstil).
21. man skal være taknemmelig over for det man "får" eller "har".
22. man skal ikke stille krav.

23. (sjálflært) það er MJOG dónalegt að sjúga upp í nefið! Frekar á maður að draga upp snýtiklút á almannafæri, t.d á veitingastoðum og svoleiðis öðrum til ánægju og yndisauka.


skrifa meira á morgun... eg lofa:)
|

miðvikudagur, apríl 21

Æi eg er orðin eitthvað treg við að skrifa. Það er svo voðalega lítið að gerast hjá okkur hérna þessa dagana. Við erum ennþá að ná okkur niður eftir allt páskafjörið. Mér finnst líka bara eins og ég sé að fara að koma heim eftir nokkra daga... veit að það passar ekki alveg en samt... Gústi er búinn að fá staðfestingu á því að hann fær að taka profið sitt heima og mun yfirgefa mig í lok Apríl. Ég hinsvegar gæti alveg eins verið að vinna fyrir CIA það er allt svo leynilegt þarna upp í þessum blessaða háskóla mínum. Kennararnir vita ekki einu sinni hvenær profin okkar eru. Verður víst ekki gert OPINBERT fyrr en í byrjun Mai. Vona bara að ég lendi ekki í þvi að annað profið verði 1. júní og hitt 30.. þá verð ég fjúríus!


Annars er alveg að verða komið sumar hérna. Ótrúlegt það varð allt bara grænt og blómstrandi á einni nóttu. Stóri ljóti brúni akurinn sem er í skóginum minum, er ekki lengur stór, ljótur og Brúnn heldur er hann stór fallegur og grænn.. svo langt sem augað eygir! Svo eru svo fín tre hérna. Ekki svona einhæf eins og heima heldur í öllum regnboganslitum (sko blöðin og blómstrin ekki tren sjálf). Við Kata fórum í labbitúr um daginn og bjuggum til fallegasta blómvond sem um getur úr öllum fallega gróðrinum... Fengum meira að segja hjálp við stuldinn! Fyrir utan þennan almenna skemmdarvargarhátt þá brutum við líka dýragarðslogin þegar við stálumst til þess að gefa storkunum, herpexfuglunum og kameldýrunum brauð... múahahaha við ætluðum bara að þykjast vera túristar sem heldu að þetta væru bara frjáls mjog mjog svong dýr... Svo þegar maður labbar þessa gonguleið.. semsagt svona eiginlega bakdyramegin í dýragarðinum þa kemst maður nær sumum dýrunum heldur en þegar maður er búinn að borga sig inn og fer þennan venjulega túr. Við vorum orðnar alveg skíthræddar um að ljónin ( sem láu ekki meira en 5 metra fra okkur) mundu sleppa út og borða okkur lifandi. Sem betur fer er Kata mikil dýramanneskja og tjáði mér það að okkur væri fullkomlega óhætt ef við mundum bara fylgja þeirri flóttaáætlum að stokkva í vatnið.... cat’s don´t like water!!Hei vissuð þið að í Danmörku, þegar maður tekur bílpróf þá þarf maður að skrifa undir reglugerð. Þetta eru nokkrar greinar sem ganga út á það að fækka gangandi vegfarendum og hjólafólki hnitmiðað.
Reglurnar eru í grundvallaratriðum þannig að ökumaður á að safna stigum. Svona svipað og maður djókar með “Hei náðu þessari gömlu með hurðinni 5.stig! haha” Nema hvað að þeim er bara fúlasta alvara. Á meðan íslendingar safna refsipunktum fyrir umferðarlagabrot safna danskir ökumenn pönkarastigum fyrir að áreita þá sem minna mega sín. Ef þú ert svo heppinn að keyra á hjólakappa þá færðu 3 stig. Ef þú hinsvegar nærð gangandi vegfaranda þá geturðu fengið alveg upp í 7 stig (fer algerlega eftir aldri og asigkomulagi umrædds göngugarps). Gangbrautir eru til þess gerðar að aðstoða bílstjóra við að hala inn stigum. Þær eru alls ekki hugsaðar til góða fyrir gangandi vegfarendur heldur einungis sem blekking. Spurning um að fá gangandi vegfarendur til þess að hætta sér út á miðja götu og vera þannig gersamlega umkomulausir þegar heppinn bílstjóri nálgast óðfluga. Ekkert nema ginningarverkfæri bifreiðastjóra skal eg segja ykkur. Einnig geta bílstjórar náð ser í svokölluð hjálparstig fyrir að flauta á hjólreiðargarpa. Því nær sem bíllinn er hjólinu því betra. Ef bílstjóranum tekst að bregða hjólreiðarmanninum svo illa að hann detti af hjólinu þá breytast hjálparstigin sem hann hefur safnað með öllu flautinu sjálfkrafa í pönkarastig. Í lok hvers árs er svo gerð samantekt á því hverjir hafa safnað flestum stigum og eru þeir svo gerðir að strætóbílstjórum.

11. dagar þangað til mamma og selma koma JIBBÍ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

|

sunnudagur, apríl 18

...andlaus.... 

jæja Hæ Hó komin helgi enn á ný! yndislegt alveg! Það er komið sumar hérna i danskelandi og sólin er bara glennandi sig alla daga allan daginn.. úff hrikalega næs! Við skötuhjúin erum búin að hafa það svo huggulegt í dag. Voknuðum reyndar skammarlega seint en fórum í rosa gongutúr, meðfram ánni sem lyggur í gegnum bæinn og löbbuðum meira að segja svo langt að við vorum komin upp í dýragarð.. Maður sér reyndar ekki oll dýrin, en við sáum allskonar fína fugla, prinsessu fuglinn ( sem heldur í alvorunni að hann sé prinsessa) og risastóra strúta og einhverja hryllilega ljóta fugla sem eru eins og þeir seu með herpex útum allt andlit! Svo sáum við reyndar líka kameldýr en þar sem við vorum ekki paying customers þá bara sneru þau rössunum í okkur og önsuðu öngvum köllum. Svo fórum við og fengum okkur besta ís sem eg hef fengið.. Danir setja nefninlega svona skum á alla ísa. Það er svona eins og er inni í kókosbollum , þetta mjúka góða hvíta.. og sultu á toppinn mmmmmmmmmmm,,,, má bara á laugardogum!! Svo fór ég að vinna í kvold... var samt svo heppin að ég fekk að vera fyrst til þess að fara og gat farið heim að horfa á sex and the city maraþonið!! já takk fyrir fjórir þættir í röð.. gaman gaman!!

Heyrðu svo í gærkveldi þá fékk ég mjog skemmtilegt símtal. Helene, sem er vinkona Svönu sem er kærasta Barkar vinar hans Gústa (þau komu og heimsóttu okkur fyrir jól) og eg kynntist þegar svana og Börkur komu í heimsokn fyrir jól hringdi i mig og sagði að nú skildum við gera eitthvað skemmtilegt.. við vorum sko alltaf að tala um það en einhvernveginn þá bara hvarflaðist ekki að mér að hringja í hana og biðja hana að koma að leika.. en hetjan hún hringdi í gær og bauð mér heim til sín í mat.. eldaði handa okkur svaka fínan kjúkling og svo sátum við og sotruðum hvítvín og spjolluðum saman til miðnættis. Held bara að ég sé búin að eignast fína vinkonu hérna:) Svo er hún líka allt sem mig langar að vera.. Hún er í söngskóla, svaka klár að syngja, og er búin að vera að taka upp plötu sem kemur út á mánudaginn með prompi, prakt og útgáfutónleikum.

STELPUR við erum að fara á útgáfutónleika á mánudaginn!! ;)

En það er ekki meira í frettum að sinni. Ég hlakka svo til að koma heim að ég er að deyja. Við gústi erum búin að ákveða að daginn sem ég kem heim þá forum við á thorvaldsen og faum okkur hvítvín og humar.. !!!


|

föstudagur, apríl 16

Baby can´t you see I'm calling, a guy like you should wear a warning, it´s dangerous I am falling! 

Jæja Hvernig væri nú að koma einvherju á blað. Ef þið bara vissuð hvað það er búið að vera brjálað að gera hjá mér i liðinni viku. Jú fyrst fór ég í heilan sögutíma á miðvikudaginn.. MJOG erfitt og tók mikið á, nú í gær þá hitti ég Fríðu uppi í skóla og við hristum framúr erminni eitt frambærilegasta málfræðiverkefni sem sést hefur.. og komumst að því að uppskriftin ad góðu skila verkefni er einfold
Slettur af klausum beint upp úr bókinni
Góður biti af áður gerðu verkefni frá bekkjarfélogum
Og síðast en ekki síst hnefafylli af þungum orðum sem við vitum ekkert hvað þýða t.d “compound unit”

Það sem við vorum glaðar (og fyndnar) þegar við logðum lokahond á þetta stórvirki um klukkan fjogur að staðartíma. Nú eins og það hafi ekki verið nægileg pressa á mér umrædda viku þá þurfti ég að fara að vinna í gærkveldi Í HEILAN KLUKKUTÍMA!! Djísús!! Þvílikt og annað eins!
Úff ég fékk alveg grænar bólur, horn og hala í gær þennan klukkutíma sem ég var að vinna. ÉG ÞURFTI AÐ TAKA SAMAN ÚTIBORÐIN!!! Eitthvað sem ég hafði ekki hugsað mér að gera aftur í nánustu framtíð! THORVALDSEN FLASHBACK DAUÐANS!! Munurinn var samt sá að í gær þegar ég var að taka saman útiborðin þá var ég búin að vera að vinna í 20. mín og átti eftir að vinna 40. mín, en heima á íslandi þá hefði ég verið búin að vinna í 10 tíma og hefði átt góða 8 eftir oyyyyy!

Ég var mjog mjog fegin að hafa fengið að fara strax heim úr vinnunni ( takk allir odinsvéarbúar fyrir að hafa ekki farið út að borða í gær) því við Gústi vorum með svaka verkefni í gangi langt fram á nótt. Hann átti sumsé að gera einhverskonar kynningu á íslandi í formi fréttabréfs. Svona hugsað fyrir þá sem ætla sér að stofna til viðskiptasambands á íslandi eða við íslenskt fyrirtæki. Nú afþví að við vinnum bæði best undir pressu ( skiladagur var sko í morgun) þá vorum við sko ekki í vandræðum með þetta í gærkveldi og bjuggum til ótrúlega fínan og flottan bækling. Nú uppskriftin af góðum bækling aftur á móti er mjog einfold: Mikið af myndum!!! Nóg til að fylla upp í það sem vantar af texta! Múahhahah Nei nei svo lásum við aðra bæklinga sem var búið að skila og þetta var allt saman voða formlegt og hátíðlegt eitthvað.. allir með kynningu á sitthvoru landi og viðskiptaháttum. Okkar bæklingur var LANG SKEMMTILEGASTUR !


Já það er komin helgi sumsé. Okkur Gústa er boðið í svaka partý til Heiðrúnar yfirskutlu í kvold.. mjog spennt yfir því. Ætlum að fara núna út í sólina ( það byrjaði sko með 13 stiga hita á mánudag og er búið að hækka jafnt og þétt alla vikuna og er spáð 20 stigum og heitum vindum um helgina) víhú

Ágúst vill fá að bæta því við áð það hafa orðið þáttaskil í okkar lífi! Hann pissaði sumsé undir í nótt! Og það er merkilegt afþví að það gerði hann ekki þegar hann var lítill...hmmmmm..... meira um málið seinna:)

Áfram Britney!!!

|

miðvikudagur, apríl 14

afsakid hle 

Ja storglæsilega internettengingin heima var ekki ad hondla alla tessa ritgerd sem eg skrifadi um paskadjammid svo tad fer inn nuna ur skolatolvunni... betra seint en aldrei! Kominn tridjudagur.. ekkert nytt ad fretta (hef tetta stutt og laggott Bjoggi minn). Vorum afspyrnulot i gær og skropudum bædi i skolann.. vorum ekki tilbuin ad hætta i paskafrii strax. Skrifa meira i kvold:)
knus
|

sunnudagur, apríl 11

paskadjamm 

Já komiði blessuð og sæl. Nú er sko nóg í fréttum. Það er sumsé laugardagur og fyrir þá sem ekki vita þá eru Maggi bróðir hans Gústa og Anna Birna kærastan hans i heimsokn hja okkur, og húsgagnið hann Bjöggi var að detta inn. Það er búin að vera stanslaus skemmtidagskrá í gangi hjá okkur síðan á fimmtudaginn..

Við Gústi fórum sumsé snemma á fimmtudagsmorgun i lestinni til Koben til að sækja gestina okkar. Við hittum þau á flugvellinum og fengum bílaleigubíl í boði Gústaforeldra h.f. Vissum að við ættum að fá B bíl og röltum af stað í risastóra AVIS bílaleiguhúsið og áttum að sækja skrjóðinn (að við héldum) á þriðja sal. Svo var nátturulega enginn bíll í stæðinu sem við áttum að leita í og við alveg gat... nema hvað að Ágúst ýtti á lyklatakkann og blikkaði okkur þá ekki þessi svaka flotti Audi A4, þeir sem þekkja mig vita að það eru uppahaldsbílarnir mínir. Þvílíkur kaggi!! Svo við ákvaðum að þrykkja þessari elsku til Svíðþjóðar svona upp á gamnið og rúntuðum aðeins í Malmö, kíktum í eitthvað moll og krakkarnir fengu sér mjog svo sveittan mat á örugglega umdeildasta veitingastað svíðþjóðar... ííúúu. Þetta var alveg tilvalin afþreying þar sem það var mjog svo leiðinlegt veður, rigningarslydda einhver. Við fórum sumsé yfir flottu svíþjóðarbrúna og keyrðum svo áfram og yfir til Odense, og fórum þá í fyrsta skipti yfir MIKLU FLOTTARI stórubeltisbrúna.. það var alveg smá oplivelse ( það fylgir því sko að búa í danmorku að vera með smá útlendingahatur á svía og allt þeim tengt.. þess vegna var "okkar" brú miklu flottari). Svo pöntuðum við okkur pissu og sátum og spjolluðum fram á kvold.... rosa huggulegt.. Strakarnir sátu reyndar yfir viskíi og bjór miklu lengur en við frýrnar.. sem skelltum okkur í bólið uppúr miðnætti..

Svo í gær þá var æðislegt veður..og við fórum í dýragarðinn. Tókum myndir sem´verða til sýnis í sumar, og fá þær bara að tala sínu máli. Alltaf gaman í dýragarðinum. Svo vorum við búin að bjóða Ara og Vöku kærustunni hans í mat ( Ari var sumsé að vinna með mér á thorvaldsen og er að vinna með mér á mona rosa og Vaka er æskuvinkona hennar Önnu Birnu) og þá byrjaði fjörið. Við sumsé borðuðum voða fínan mat úr tilraunaeldhúsi skt.knudsgade og svo var sest að drykkju. Maggi og Anna Birna komu með drykkjuspil að heiman og við tókum strax til að spila. Vaka var án efa manneskja kvoldsins og átti hvern frasann á fætur oðrum. Maggi tók líka fyrir okkur glæsilegan einleik Hog var að gera góða hluti.. her eftir er hann uppahaldsleikarinn minn!!
Hérna koma nokkrir góðir frasar úr kvoldinu!

Vaka: (eftir að hafa sjálf byrjað á tegundum í drykkjuspilinu með því að segja Clarins og stóð svo á gati þegar meira að segja strakarnir gatu nefnt snyrtivorutegundir) Clarins!!!!!!! . Ari:Nei búið að segja það.. Djöö.. þarna féll ég á eigin bragði.. Hver sagði Clarins!!!!!!!!!!

Vaka: Þegar Ari ( sem sat henni á hægri hond var tvisvar sinnum búinn að segja Rakel í ríminu (náttlega ekki hægt að ríma við það) sagði ARI ...... HamborgARI!!!

Vaka þegar henni gafst loksins færi á að hefna sín á ara og gefa honum 4. sopa : DREKKTU ÞAÐ OG KAFNAÐU ÍÐÍ!!!

Maggi: (við Ara þegar hann átti að drekka fimm sopa af græna sprætinu sínu, og var eitthvað tregur við það) Við sjáum alveg í gegnum glasið þitt sko!!

Vaka:(eitt af MÖRGUM lögum sem hún söng fyrir okkur umrætt kvold.. it´s raining man) were gonna go out were gonna letjúsólé absúllútlí smóking red!! (það má búa til texta ef maður kann ekki alveg, hún var alveg með það á hreinu)

Vaka: Þegar hún komst að því að það var verið að skrifa niður gullmolana hennar: KARLMENN ERU HÁLFVITAR.. Settu þetta niður!!

Gústi fór lika á kostum sem með hlátri sem hann þurfti svo að framkvæma á tíu mínútna fresti allt partýið og svo tóku þeir bræður eitthvað atriði sem var það fyndnasta sem ég hafði nokkurn tímann séð ( það átti sko eftir að breytast). Maggi var einhver pólskur innflytjandi sem var aðeins að misskija spurningarnar sem gústi spurði hann ( var sko í viðtali ) Við semsagt lágum þarna í hláturskasti, í bókstaflegri merkingu og vorum alveg að missa það. Mætir ekki Anna Birna inn í stofu af klósettinu og fer að hlægja með okkur. Svo sjáum við svona eitt og eitt í einu að hún er með klósettpappírslengju hangandi útúr buxnastrengnum og hefur ekki hugmynd um það!! En þar sem allir voru að kafna úr hlátri fyrir þá gat enginn sagt neitt......Svo við hlógum endalaust meira af þessu uppátæki.. og lengdum orugglega líf okkar allra um nokkur ár!!!

Fjorið var svo síður en svo´búið þegar við´fórum í bæinn ( mjog seint reyndar af íslenskum sið). Vorum mætt a arkadian klukkan korter í fjogur, korteri áður en þeir hættu að lata mann borga inn. Þá gerðist nú reyndar svolítið krípí.. dyravorðurinn kallaði í gústa og spurði hvort við ættum heima á skt. knudsgade!! Djö.. gluggagægja perri orugglega.. man ekki eftir að hafa seð hann nokkurntímann áður, en hann þekkti okkur og ákvað að hleypa okkur ollum frítt inn. Hópurinn splittaðist upp og strakarnir foru á strakadjamm og stelpurnar foru á alla staðina í húsinu og báðu um Britney og Justin.. sumsé stelpudjamm. Svo enduðum við á einhverju europopp stað og vorum að bíða eftir að fá Toxic með Britney.. Mæta ekki þessir þrusugæjar.. allir klæddir í svarta jakka.. Ari, gústi og Maggi.. og fóru út á tómt dansgólfið með tilheyrandi hallærisdansi.. hentu af ser jökkunum og fóru að taka stripparasveiflur á súlunni (sem var semsagt í miðjunni á umræddu dansgólfi) og þvílíkt og annað eins hef ég bara aldrei séð. Þetta voru ljótustu dansar fra upphafi HREYFINGAR!! Fólk stóð bara og gapti... Anna Birna var hálfhrædd um að ég mundi bara sparka Gústa eftir að hafa séð þá bræður í ham.. En mér fannst þeir bara sniðugir og skemmtilegir... og við þarna að míga í okkur af hlátri yfir þessari vitleysu þangað til það lokaði.. svo heldu þeir bræður reyndar óskiptri athygli ALLRA í kringum sig langt eftir að við vorum komin út af staðnum og út á götu með enn fleiri skemmtiatriðum...... Svo trítluðum við heim á leið í góða veðrinu klukkan sjö í morgun.. Maggi sönglandi einvherja songleikjatexta um allar jarðir.. þvílíkt og annað eins... Fengum okkur smá gott í gogginn og fórum svo að sofa í hausinn á okkur.

Maggi og Anna Birna voru aðeins hressari en við í morgun ( eða knúin áfram að verslunarþörf) og skelltu sér í bæinn til að ná fyrir lokunartíma.. við svafum aðeins lengur og fórum svo´og sóttum þau ( á kagganum sko! ) og við keyrðum eitthvað útfyrir odense þangað sem er núna uppáhalds fallegasti staðurinn minn í heiminum!! Kerteminde. VÁÁÁ´ hvað það var fallegur bær!! Fórum á einhverja strond þar, en það var bara ískalt svo við anna birna forum aftur inn í bíl, en bakkabræður fóru úr skónum og brettu upp buxurnar og fóru að gera einhverjar yoga æfingar í flæðamálinu.. komnir með áhorfendahóp.. ENN AFTUR!

vúff þvílíkt maraþon skrif ( ég var að fá formlega, in person kvörtun frá Bjögga um að það væri alltof mikil pressa að lesa bloggið mitt því ef hann missir af einu þá þarf hann að lesa svo mikið.. svo hann verður ekki glaður þegar hann kemur heim úr fríinu og fer að sjálfsogðu BEINT að lesa bloggið mitt.... sorry dúllan mín.. ef hef bara alltaf fra svo miklu að segja! )

Núna erum við bara að tjilla heima.. anna birna er farin að lúlla sér og strakarnir eru eitthvað að spjalla inn i í stofu.. hugsa að það verði kíkt eitthvað út á eftir.. veit það samt ekki.. er ekki allt lokað eftir miðnætti útaf páskahátíðunum?? jú orugglega...

Hei eitt enn!! Bjöggi kom sumsé áðan á bílaleigubíl líka( þannig hefur bílafjöldinn á heimilinu margfaldast 200% á tveimur dogum.. ekki amarlegt) heyrðu svo vorum við inni í stofu að glápa á sjónvaprið þegar gústi heyrir allt í einu einhvern hvell fyrir utaú.. "Bjöggi.. þú þarft að fara út.. það var hjólað á bílinn þinn" Var þá ekki bara einhver blindafull skvísa búin að hjóla á kaggann hans Bjögga og lá bara í jorðinni ( með bjórinn í hendinni) umvafin einvherju fólki sem var að aðstoða hana... Alltí lagi með ´bílinn samt.. fjúkkets! Þess má geta að hún var LJÓSLAUS og kolólögleg.. þetta veit ég!!!

anyways kysses and krams
|

þriðjudagur, apríl 6

ííúúúúúú!!!!!!!!!!! 

Ég er hérna stödd fyrir framan tölvuna mína, nánast á barmi taugaáfalls eftir eina ógeðslegustu upplifun lífs míns hingað til ( fyrir utan auðvitað þegar ég þurfti að lesa Mrs. Dalloway). Við skötuhjúin ákvaðum sumsé að skella okkur upp í háskóla í dag og reyna að læra eitthvað. Heyrðu jú jú það gekk svosum fínt, roltum af stað í strætó í fína veðrinu. Hittum Katrínu og Katrínu uppi í skola (lærðum reyndar eitthvað misjafnlega mikið) En ákvaðum svo að fara í smá skoðunarferð með henni Katrínu Læknisgellu. já ferðinni var heitið þar sem öll líkin (eða likamshlutarnir) eru geymd. Og OJJ BARASTA þarna voru sumsé fyrst bara svona glerbúr einhver þar sem voru fljótandi höfuð í , lítil fóstur í leginu, rassar, kynfæri og allskonar viðbjóður og þetta voru þjóðverjar í þokkabót!!! og eins og þetta hafi ekki verið nógu slæmt þá fórum við inn í annað herbergi og þar voru svona fiskikör sem voru bara merkt : fætur, mjaðmir, hausar, efri búkar, hofuð, SMÁBÖRN!!! dJÖ.. VIÐBJÓÐUR!! Svo voru svona litil kör sem voru merkt; tungur, magi, þarmar, hjörtu, tær, okklar, olnbogar os.frv.. Og Katrínarnar tvær voru eins og tveir starfsmenn i Fiskabúðinni Vör og veiddu þarna hvern liminn á fætur öðrum upp úr körunum, MEÐ BERUM HÖNDUM!! Hissa að þær skildu ekki bara hafa skellt sér ofaní til þeirra!!Og ekki nóg með það heldur hagaði hún Katrín Læknagella sér eins og hún væri að handfjatla litla sæta kettlinga með þennan viðbjóð í fanginu.. togaði, teygði og potaði eins og hún ætti lífið að leysa.. Greinilega einhver læknagen þarna á ferð.. Undirrituð varð orugglega hvítari en fiskikarin í framan og var ekki lengi að bregða sér fram á gang.. RESPECT katrínar!! Ég á ekki til eitt einasta aukatekið....

Fyrir utan þetta þá hef ég ósköp lítið að segja. Kemst eiginlega ekkert annað fyrir í hausamótunum á mér þessa stundina. Ég er að fara að vinna á morgun, í hadeginu og svo aftur um kvoldið. en gerði alveg þrusudíl og fæ þessvegna frí á fimmtudaginn og Laugardaginn, sem er mjog gott því þá verðum við með Gesti og það er minna skemmtilegt að vera að vinna allan timann...

Svo hringdi hún móðir mín og tilkynnti Gústa það að hún og selma eru búnar að panta ferðina sína og ætla að koma 30 april!! Ógeðslega stutt þangað til!! þa fæ eg líka að leika við þær og gera allskonar skemmtilegt eins og að fara í disney land og tívolíið og eitthvað:) gaman gaman!!! Og ekki nóg með það heldur hefur mín yndislega móðir bænheyrt mig og er búin að klessa á Magga og Önnu Birnu íslandsfarminum mínum.. skilst að hann innihaldi meðal annars flatkokur og hangikjet og auðvitað PÁSKAEGG!!! Meira að segja mörg.. reyndar litil.. en það er allt annar handleggur... ííúuúúúú.. handleggur.. orðið er búið að fá nýja meiningu í hausnum á mér!!!!!!!!!!!!!

Jæja er farin að fagna með gústa því Chelsea vann leikinn!! (allt betra en að Arsenal vinni)
kys og kram

|

laugardagur, apríl 3

Jamm og Jæja 

Núna er laugardagur.. ég var svo agalega busy í gær að ég hafði engan tíma til að updeita blöggið mitt.. Var sumsé busy við að versla!! Gaman gaman.. Guði sé lof fyrir Gústa mér við hlið annars hefði ég bara farið amok í búðunum.. Ég keypti bara pínulítið smá, og meðal annars GEÐVEIK sólgleraugu!! Mjög jákvætt að þau skuli líka covera hálft andlitið á mér:)
Núna er hann sumsé kominn í páskafrí og ég á bara mánudaginn eftir. Svo er bara vika þangað til Maggi og frú koma í heimsókn og við erum alveg á fullu að plana skemmtidagskrá (gleymdum reyndar að taka inn í myndina að það eru óvart páskar svo sumt er lokað, svo það þarf aðeins að endurhugsa dagskrána) En við hlökkum mjög mikið til! Ég óska líka hérmeð eftir dýnum ef einhver skildi búa svo vel að geta lánað mér næstu helgi:)

Ég átti svo huggulegt fimmtudagskvold. Eins og eg hef minnst á áður þá eru það bestu kvoldin, því þá er tvofaldur þáttur af sex and the city (að þessu sinni með hljóði og allt!!) Gústi for í Pool með bekknum sínum og var framá rauða nott í gleðinni. Og ég naut þess að vera heima að naglalakka tærnar, horfa á s.a.t.c. og drekka rósavínið mitt góða:) Ég gerði samt þau feiknarmistok (sem ég ætla greinilega ALDREI að læra af) að fá mér Baileys með kaffi um tíu leitið og var þessvegna alveg ekki neitt þreytt þegar Gústi minn kom heim, og var þá búin að afreka að horfa á tvær seríur af friends:) Mj. gott kvold...

Svo var ég að vinna i gærkveldi, var að loka í fyrsta skipti svo ég þurfti að vera til klukkan tolf, sem er svosum ekki í frásogur færandi nema hvað að Danir eru latasta fólk á yfirborði jarðar, þvílík samansöfnun af letidýrum! Gellurnar sem voru að vinna með mér (við áttum sko að vera að ganga frá og undirbúa morgundaginn) þær þurftu alltaf að taka goða 10 mínútna pásu á milli 5 mínútna verka þannig að þetta tok 2 tíma í staðinn fyrir hálftíma.. Kvarta samt ekki þar sem ég er á tímalaunum.... Svo þar sem ég var (AFTUR) búin að fá kaffi með baileys þá var ég ekkert þreytt eftir vinnu og ákvað að skella mér í smá heimsokn til Kötu minnar.. Heyrðu haldiði ekki að loggan hafi stoppað mig og ásta setti bara á svið oskarsverðlauna-leikslistar atriði dauðans!!

Leikpersónur eru tveir danskir Lögreglumenn, með fullvepni by the waY! Annar er agalega stór og mikill og grimmur álitum, hinn er litill pattaralegur og var hlægj-glottandi alla senuna.
Grimma Löggan: God aften
Ásta: Uhhhh... what?
Grimma Löggan: Good evening!
Ásta: Ohh yes, good evening (þykjast ekki tala donsku sko..)
Löggan: Har du noged legimation?
Ásta: Something what? (bara eins og ég hefði ekki hugmynd um að ég væri einu sinni í danmörku)
Grimma Löggan: some kind of I.d??
Ásta (tekur sig til og fer að leita í töskunni, með hjartað í buxunum, því hún veit upp á sig sökina, leikur samt mjog vel og lítur út fyrir að vera alveg grunlaus þar sem hún yrðir á löggumanninn grimma)
Ásta: May I ask why?
Pattaral. Löggan: hí hí hí
Grimma löggan: yes because you are riding on a bicycle that has no lights! And that is agains the law!
Ásta ( alveg eins og einhver hefði verið að segja henni að það væru log gegn því að borða banana á hvolfi)
Ásta :what? Are you kidding me? A law when riding a bike?
Grimma Lögga. Where do you come from?
Ásta: hí hí Iceland (alveg englabros með sakleysislegu ívafi)
Grimma Lögga: Don´t you have bycicles in Iceland? ( Ekki alveg að gleypa þessa ljóskutilraun mína)
Ásta: No, Not really, because we have mountains and everybody has a car!(döhh)
Pattaral. lögga: hí hí
Grimma Lögga: You know that this will cost you five hundred krónur ( sem er takk fyrir tæpur 6000 kall íslenskar, meira en ásta eyddi í bænum umræddan dag!)
Ásta:Neeiiiiiii
Grimma Lögga: Yes! I just gave one out five minutes ago. (eitthvað aðeins of mikið að handfjatla sekta-bókina sína)
Ásta: yes.. but...
Grimma Lögga: Now you should walk your bike the rest of the way and then the next time you see a cop and you are riding your bike illeagally than you should jump off!
Ásta: (þakklátari en allt í heiminum) o.k I promise..
Grimma Lögga (er ekki frá því að hann brosi út í eitt) yes and you have a nice evening maam..
Ásta (sweeter than ever) yes, same to you officers (getur verið að ásta hafi hneigt sig af einskæru þakklæti og gleði)
Eftir þetta leiðir ásta hjólið sitt rest leiðarinnar upp á östre stationsvej til Kötu.. Fjúkket....

Ég sumsé slapp við að greiða þessa bloðpenininga fyrir annars grafalvarlegt umferðarbrot mitt.. Heðan í frá verð ég ALLTAF með ljósin mín með.. verði þetta öðrum víti til varnaðar.. Ég er með svo litið hjarta og ég var svo hrædd við þessa löggumenn (þótt að ég hafi alveg vitað um hvað málið snérist) Svo kom ég til Kötu og létti á hjarta mínu og við kiktum( eða ég kíkti, kata var á náttfotunum sínum uppi í sofa) á kollegíbarinn og náði í nokkra drykki handa okkur og við tjilluðum aðeins frameftir þangað til hjartslátturinn minn var orðinn nokkuð eðlilegur aftur.. nú þá skellti ég mér á hjólið ólöglega ljóslausa og brunaði heim á hraða ljóssins.. slapp sem betur fer með skrekkinn í það skiptið....

En já þetta var sumsé í gærkveldi og núna er laugardagur. Ég tók ákvorðum um það í morgun að það væri ekkert vit í oðru en að búa í einbylishúsi.. Þetta er ekki hægt.. það eru nátturulega íbúðir klesstar allt í kringum okkur hérna, fyrir ofan og neðan, og allstaðar við hliðina á... og ekki nóg með það að einstaka sinnum voknum við við nýju nágranna konu okkar sem syngur aríur a morgnanna.. (fer ýmsum sögum af því hvort þetta telst til songs eða skrækja).. Nei í morgun þá var nýtt a nálinni.. þá ákvaðu ALLIR í nagrenninu að blasta útvarpið sitt fyrir hádegi svo ég heyrði fjögur mismunandi lög í einu.. Ég er nú yfirleitt mjog morgunhress manneskja (eða þannig..) en þetta er fyrir neðan allar hellur.. svo ég rauk á fætur ( og trampaði í hverju spori eins og eg ætti lifið að leysa) og var að fara að skella einhverju agalegu rokki í tækið til að æra nagrannana þegar Gústi minn kom vitinu fyrir mig.. Samt.. mig langaði:(

En ég ákvað í staðinn að fara og kaupa eitthvað skemmtilegt í morgunmat fyrir okkur. Nú húsbóndinn var nátturlega mættur á Herbalife fund fyrir allar aldir og veitti ekki af smá hressingu. Svo eg fór í Brugsen og bakaríið.. sem var nátturulega bara eins og hver önnur verslunarferð.. en svo fór ég til grænmetishandlarans mins, og það var sko skemmtilegt. Hann er með allskonar vörur frá öllum heimshornum og meðal annars keypti ég hjá honum Egypskt brauðálegg, sem er eins og ekkert annað... hvítt duftkennt eitthvað, þykir víst lostæti í þeim hluta heimsins.. okkur fannst það ekki gott.. og svo keypti ég eðal arabískt heimagert konfekt fyrir gúst minna (í morgunforrétt sko)! Þetta er án efa uppáhaldsbúðin mín.. svo er kallinn sem á hana bara alger perla ( fyrir þá sem þekkja "ud af min kiosk" tuborg auglýsingarnar þá er hann eins og sá gaur, hann talar ALVEG eins og hann.. svo er hann alltaf í svona massa galla-galla (gallabuxnaefnis-galla)

Jæja ég er farin að horfá á bachelor, við erum alveg að fara ur límingunum yfir þessu hérna heimilisfólkið. Gellurnar eru allar að brynna músum útaf því að þær eiga að velja eina slæma og eina góða á deit.... ERTU AÐ GRÍNAST!!!!!!!! WHAT a bunch of phsychos!!!!!!!!!
Kys og kram á alla saman!!

|

fimmtudagur, apríl 1

Nýju kisurnar hennar Lottu :) |

Ásta. The naked chef!! 

Jæja (betra að hafa J-ið með núna).. Það er allt samkvæmt áætlun hérna í Baunalandi.. Sólin skín á himni, fuglarnir syngja og það er ekki laust við að það sé bullandi útlandalykt í loftinu. Það er ósköp fátt að segja frá í dag. Ég átti bara að vera í einum tíma í dag sem er svosum ekki í frásögur færandi nema það að hún Fríða beilaði á mér án þess að roðna.. Gleymdi sér úti í sólinni,... hvurslags eiginlega dónaskapur.. Vil ekki hafa þetta.. og ég sem var höfð að háð og spotti í tímanum. Jú jú það var verið að ræða um seinni heimstyrjoldina og verið að tala um að danir voru hlutlausir en högnuðust bæði og töpuðu á margan hátt eftir stríðið. Kennarinn hafði orð á þvi að þeir hefðu meðal annars "tapað íslandi". Heyrðu vitiði hvað fröken svipur sagði þá!!! (Lesist með tilheyrandi Nýsjálenskum hreimi-dauðans!! )
"Yeess, buut Is it really a Loss to loose Iceland" Og ég bara halló halló sko (sagði það samt ekkert ) en Rasmus minn yndislegi bekkjabróðir alveg... "Uhh Asta is here..." og gellan alveg "Ohh I didn´t see you hehe" og mer var sko ekki skemmt.. ( og ég alveg.. og gellan alveg... vá hvað eg er mikil gelgja!!! )Litla litla minnihlutarhópa ég...

Nú svo í tilefni sólarinnar þá fannst okkur tveimur mér og Gústa betra að skella okkur aðeins í ljós, ég er mjog fegin samt að við létum verða að því því maðurinn var að verða gegnsær.. Núna er hann svona skemmtilega rauður og sætur hahahahahahah.. Nú svo eldaði ég skemmtilegustu samsetningu af kvoldmat sem sogur fara af ( þetta er alltaf svona ef maður ætlar að vera ógeðslega smart og elda "eins og Jamie Oliver" þá fer allt í kleinu) ..eg hristi fram úr erminni rétt sem samanstóð af steiktu beikoni, rauðlauk, pasm eitthvað hnetum, olíu og kryddum.. ofaná kalt salat og ostafyllta pastakodda.. Eitthvað leit þetta nú verr út heldur en það gerði í tívíinu.. en minn vel upp aldi kærasti var ekki lengi að hesthúsa í sig sínum skammti og sagði að nú væri þetta besti maturinn hans!!! tíu pönkarastig fyrir Gústa!! Og ekki nóg með það heldur tók hann sig til, næstum því óumbeðinn, og ryksugaði hele lejligheden!! dillandi ser við pál óskar í Stuði að eilífu, það vantar ekki myndaskapinn:)

Ég tók mig til eftir kræsingarnar (sá framá það að þar sem búið var að taka fram Champion ship manager og ekki nog með það heldur dróg til tíðinda og minum var boðin svaka vel launuð vinna við að þjálfa hjá Barcelona......) að náveru minnar var ekkert sérstaklega óskað hérna heimafyrir svo ég skutlaði mér til Kötu minnar ( með ísinn ógurlega) og við horfðum á Sex in the City, tvo ´þætti með engu hljóði!!! Hvað er það!! Hafa danir aldrei heyrt talað um afsakið hlé tildæmis!! Samt gaman, s.a.t.c stendur alltaf fyrir sínu:)

Ætla að fara að pilla mér í háttinn.. námslánaútborgunar-verlsunardagur dauðans á morgun.. stefnt á all-girls verslunarferð eftir skóla JEI!!

KYS OG KRAM


This page is powered by Blogger. Isn't yours?