mánudagur, janúar 10
Jæja ágætu samsveitungar nær og fjær, nú er komið að nýársannál Ástu Bjarkar. Það bendir flest til þess að þetta nýja ár komi með hvelli. Jú tilkoma lítils Kóps í kringum þjóðahátíðardag okkkar íslendinga er helsta ástæða bjartsýni minnar en einnig er gott að hafa fengið það staðfest um leið og nýtt ár gekk í garð að " sagan endurtekur sig" Jú Ásta litla féll í stærðfræði, var að vona að þetta próf yrði samt undantekningin sem sannaði regluna, en það er víst ekkert svoleiðis í reglunni " Ásta fellur ALLTAF í stærðfræði!" Svo núna er ég komin upp í Þjóðarbókhlöðu að læra stærðfræði ( það er bara tilviljun að ég´ákvað að skrifa á bloggið mitt... ekki leti!). Annars er bara lítið að frétta.. Ég tók niður jólaskrautið mitt í gær og nú er bara tómlegt í íbúðinni minni, er að spá í að setja jólatréið aftur upp og hafa það þartil í sumar.... Mútta og pabbi komu í mat í gær og við Gústi töfruðum fram dýrindismat.. ´Gústi fékk að gera forrétt alveg sjálfur.. hann valdi að gera skærbleika rauðbeðusúpu.. sem var eiginlega svoldið eins og pastasósa í dós þegar hún var tilbúin, en sem slík mjög góð:) ( Gústi er leigður út ef einhver er að fara að halda matarboð þá er ekkert mál að fá hann að láni eins og eina kvöldstund) Nú svo notuðum við okkar storkostlegu Lean mean fat reducing grilling machine til að búa til kjúlla... mjog gott... nýársannáll endar því ásta þarf að fara að læra í hausinn á sér... En eitt fyrst:
Nú fyrst þessi ágæta síða mín virðist vera vettvangur umræðna og samskipta á milli okkar danskelandspiger þá var ég að spá hvort ég ætti ekki að gefa ykkur passwordið og svoleiðis svo við getum allar skrifað fréttir af okkur ( ekki bara á kommentin) ? Ég ætla nebblega að cut back on the shibbying og vera svoldið dugleg að læra eftir jól svo ég eigi í engum erfiðleikum með prófin sem eru í mai.. fyrst Kópur ætlar að koma í júní:) Ef einhver vill sjá myndir af bjútíbollunni minni þá er hann á barnalandi á læstri síðu.. http://www.barnaland.is/barn/25830 leyniorðið er litlikópur
|
Nú fyrst þessi ágæta síða mín virðist vera vettvangur umræðna og samskipta á milli okkar danskelandspiger þá var ég að spá hvort ég ætti ekki að gefa ykkur passwordið og svoleiðis svo við getum allar skrifað fréttir af okkur ( ekki bara á kommentin) ? Ég ætla nebblega að cut back on the shibbying og vera svoldið dugleg að læra eftir jól svo ég eigi í engum erfiðleikum með prófin sem eru í mai.. fyrst Kópur ætlar að koma í júní:) Ef einhver vill sjá myndir af bjútíbollunni minni þá er hann á barnalandi á læstri síðu.. http://www.barnaland.is/barn/25830 leyniorðið er litlikópur
laugardagur, desember 25
GLEÐILEG JÓL!
Nett jólakveðja til vina og vandamanna nær og fjær:) Vona að enginn taki það nærri sér að hafa ekki fengið jólakort, eg held maður sé löglega afsakaður þegar maður er í prófalestri þangað til á aðfangadagskvöld! Takk samt fyrir fallegu jólakortin sem ég er búin að fá!
Heiðrún min og Haukur vonandi hafiðið það rosa gott í baunalandi á jólunum, ( ég vona að einhver hafi sent ykkur íslenskan hátíðavarning svo það verði nú almennileg jól, efast eiginlega ekki um það) ég vona að ég geti komið að heimsækja ykkur á nýja árinu..
Annars biðjum við bara að heilsa og vonum að allir hafi það sem allra best um jólin og við hlökkum til að leika við ykkur þegar nýja árið kemur:)
Hó hó hó
Ástríður, Gústi og litli Kópur
|
Heiðrún min og Haukur vonandi hafiðið það rosa gott í baunalandi á jólunum, ( ég vona að einhver hafi sent ykkur íslenskan hátíðavarning svo það verði nú almennileg jól, efast eiginlega ekki um það) ég vona að ég geti komið að heimsækja ykkur á nýja árinu..
Annars biðjum við bara að heilsa og vonum að allir hafi það sem allra best um jólin og við hlökkum til að leika við ykkur þegar nýja árið kemur:)
Hó hó hó
Ástríður, Gústi og litli Kópur
þriðjudagur, október 19
Hvað heitir það aftur, hús með hvítri girðingu, tvíburar, sætur hundur og ... bíddu.. .já STATION BÍLL!!
Já það er ekkert grín! Ágúst Guðmundsson fékk að taka að sér bílakaupin fyrir "fjölskylduna" og ákvað að kaupa Daewood station!Hann er samt mjög fínn og allt það, en samt.. er að fara til Silju á eftir ( sem b.t.w. ) er búin að taka það skýrt og skorinort fram að hún láti ekki sjá sig dauða í station bíl ( snobb jeppapakk!) eg ætla að stofna station-vina délagið. Þá getum við flotta station fólkið alltaf heilsað hvort öðru í umferðinni, svona nett vink bara.
|
mánudagur, október 18
Guð og lukka!
Hei ég má til með að segja ykkur dúllurnar mínar að ég náði almennuprófinu! Stóð mig að því í gærkvöldi þegar ég fékk einkunnina að skála við m & p í rauðvíni voða gaman, þangað til ég fattaði að þetta var nátturulega ömurleg einkunn, þó að hún hafi ekki verið fall. Ætla svo sannarlega að gera betur næst. Meðaleinkunnin var 4, eitthvað, falleinkun 5, og 70% fall. Ég fékk 5,6 og var ótrúlega glöð þangað til ég fattaði að þetta ER EKKI EINU SINNI 6!!!!! Enda er ég byrjuð að læra fyrir næsta hlutapróf og þá ætla ég að fá 10! Takk fyrir:)
Þetta var fín helgi sem var að líða, fór nátturulega í próf á laugardagsmorgun, sem er að verða bara svona fastir liðir einsog venjulega, átti svo rosa góðan dag á laugardaginn. Við Gústi og tengdapabbi (hehe) fórum að skoða bíla, Gústi valdi agalega fínan Station bíl ( I know) svona er þetta bara.... Það er meira að segja svona grind aftaní svo við getum haft lárus litla í skottinu og hann skýst orugglega ekki framí.. :) , svo fórum við og fengum okkur Hlöllabát, og gerum það aldrei aftur ojj barasta!! við vorum bæði bara eins og kleinur, ógeðslega illt í maganum:( svo fór ég að vinna, alltaf jafn gaman í vinnunni minni.. fínt að gera og svaka stemning, var samt pínu þreytt því það tekur smá á að fara í svona stressandi próf á morgnanna... Ákvað samt að kíkja í afmæli til Katrínar og Bjargar eftir vinnu ótrúlega fínt og fallegt afmæli og þvilíkt vel úti látið allt saman, vildi óska að ég hefði verið betur stemmd. Fékk mér tvo sopa af hvítvíni og var næstum sofnuð, svo ég fór bara heim að lúlla mér. Samt gaman að hitta Katrínu *2 og Björgu aftur:) Ég lofaði að halda fína veislu fyrir okkur allar bráðum ( ef það verður við fyrsta mögulega tækifæri þá gæti samt verið svona nokkrir´mánuðir í það.. ) En ég hlakka til:)
Allaveganna núna ætla ég að halda áfram að lesa. 2 vikur í næsta próf. ´Reyndar er gústi að koma að sækja mig því ég þarf að fara til augnlæknis, jamm minn er að fara að verða gleraugnaglámur!
Tootles dúllurnar mínar
|
Þetta var fín helgi sem var að líða, fór nátturulega í próf á laugardagsmorgun, sem er að verða bara svona fastir liðir einsog venjulega, átti svo rosa góðan dag á laugardaginn. Við Gústi og tengdapabbi (hehe) fórum að skoða bíla, Gústi valdi agalega fínan Station bíl ( I know) svona er þetta bara.... Það er meira að segja svona grind aftaní svo við getum haft lárus litla í skottinu og hann skýst orugglega ekki framí.. :) , svo fórum við og fengum okkur Hlöllabát, og gerum það aldrei aftur ojj barasta!! við vorum bæði bara eins og kleinur, ógeðslega illt í maganum:( svo fór ég að vinna, alltaf jafn gaman í vinnunni minni.. fínt að gera og svaka stemning, var samt pínu þreytt því það tekur smá á að fara í svona stressandi próf á morgnanna... Ákvað samt að kíkja í afmæli til Katrínar og Bjargar eftir vinnu ótrúlega fínt og fallegt afmæli og þvilíkt vel úti látið allt saman, vildi óska að ég hefði verið betur stemmd. Fékk mér tvo sopa af hvítvíni og var næstum sofnuð, svo ég fór bara heim að lúlla mér. Samt gaman að hitta Katrínu *2 og Björgu aftur:) Ég lofaði að halda fína veislu fyrir okkur allar bráðum ( ef það verður við fyrsta mögulega tækifæri þá gæti samt verið svona nokkrir´mánuðir í það.. ) En ég hlakka til:)
Allaveganna núna ætla ég að halda áfram að lesa. 2 vikur í næsta próf. ´Reyndar er gústi að koma að sækja mig því ég þarf að fara til augnlæknis, jamm minn er að fara að verða gleraugnaglámur!
Tootles dúllurnar mínar
fimmtudagur, október 14
ble
Jæja hér kemur enn ein spennusaga um það sem er að gerast í mínu lífi, fyrir þá sem vilja Live dagskrá þá sit ég sem stendur í tæknigarði og er að bíða eftir að tölvudruslan mín verði löguð. Jú þar sem minn þarf að sitja fjöldann allan af fyrirlestrum, sem eru misskemmtilegir þá er ansi nauðsynlegt að vera nettengd. Afhverju? ju vegna þess að mínar margvíslegu tilraunir til að hafa ofanaf fyrir sjálfri mér í þessum fyrirlestrum felst í spilaköplum, skoðunum á gömlum skjölum og misglæsilegum teikningum á paint forritinu góða. Þessvegna verð ég að fá netið í lag svo ég geti gert annað og gagnlegra í tímum, eins og að skrifa á blöggið mitt ( fyrir mína diggu baunalandslesendur hehe) og skoða nýjasta nýtt á Batman. Svo er mér sagt að maður geti nálgast allskonar námsefni og dót inn á netinu... tékka áðí. Jamm þetta var up to the moment feedback (hljómar vel).
Nú annars er líf mitt ekki efni í veruleikaþátt þessa dagana, nema einhverjum finndist gaman að glápa á mig í 70.000 mismunandi sitju-stellingum í þjóðarbókhlöðunni, labba úr sætinu og annarsvegar á klóið, hinsvegar í kaffiteríuna til að fá mér súkkulaði köku hehe mj0g gott fyrir heilastarfsemina.. Jú svo má ekki gleyma æsispennandi syrpu sem tekur við þegar ég kem heim og fer að sópa upp kattasand eftir þennan subbulega kött minn sem kann sér bara ekki hóf í ruslaskapnum, nú svo náttlega rusla ég smá líka og sambýlismaðurinn minn smá, Mjög skemmtilegt efni skal eg segja ykkur.
En bara svona svo þið haldið ekki að ég sé orðin steingeld og farin að læra stærðfræði eða eitthvað, þá er þetta ekki svo slæmt. Er að fíla mig ágætlega í þessum námsmannalifnaði. Er reyndar ekki alveg hrifin af því að það skuli vera próf alla laugardaga! Ætla að leggja inn formlega kvörtun vegna þessa. Finnst mér að próf ættu að vera á aðeins minna lífsmátatruflandi tímum þar sem helgarnar eru nú yfirleitt þéttskipaðar af skemmtidagskrá og kómidíu..
Jæja er þetta komið gott? Ég er númer 10 á listanum yfir þá sem eiga eftir að fá hjálp með tölvuna sína.. spurning um að reyna að svindla sér upp listann, nú eða bara sitja hérna og halda áfram að bulla.....
Jæja dúllur, kveð að sinni! Hei, já ég er að reyna að telja manninum mínum trú um að það væri frábært ef við mundum fá okkur eins og eitt visa kort eða svo (náttlega á hans nafni minum er ekki treystandi) hehe og koma í heimsókn!!!!
|
Nú annars er líf mitt ekki efni í veruleikaþátt þessa dagana, nema einhverjum finndist gaman að glápa á mig í 70.000 mismunandi sitju-stellingum í þjóðarbókhlöðunni, labba úr sætinu og annarsvegar á klóið, hinsvegar í kaffiteríuna til að fá mér súkkulaði köku hehe mj0g gott fyrir heilastarfsemina.. Jú svo má ekki gleyma æsispennandi syrpu sem tekur við þegar ég kem heim og fer að sópa upp kattasand eftir þennan subbulega kött minn sem kann sér bara ekki hóf í ruslaskapnum, nú svo náttlega rusla ég smá líka og sambýlismaðurinn minn smá, Mjög skemmtilegt efni skal eg segja ykkur.
En bara svona svo þið haldið ekki að ég sé orðin steingeld og farin að læra stærðfræði eða eitthvað, þá er þetta ekki svo slæmt. Er að fíla mig ágætlega í þessum námsmannalifnaði. Er reyndar ekki alveg hrifin af því að það skuli vera próf alla laugardaga! Ætla að leggja inn formlega kvörtun vegna þessa. Finnst mér að próf ættu að vera á aðeins minna lífsmátatruflandi tímum þar sem helgarnar eru nú yfirleitt þéttskipaðar af skemmtidagskrá og kómidíu..
Jæja er þetta komið gott? Ég er númer 10 á listanum yfir þá sem eiga eftir að fá hjálp með tölvuna sína.. spurning um að reyna að svindla sér upp listann, nú eða bara sitja hérna og halda áfram að bulla.....
Jæja dúllur, kveð að sinni! Hei, já ég er að reyna að telja manninum mínum trú um að það væri frábært ef við mundum fá okkur eins og eitt visa kort eða svo (náttlega á hans nafni minum er ekki treystandi) hehe og koma í heimsókn!!!!
þriðjudagur, október 5
Harðsperrur, Brotið kjálkabein, brennt hár....
Jæja nú er ærin ástæða til að skella nokkrum línum á blað, í fyrsta lagi get ég ekki lært meira í bili... og í öðru lagi þá var GEÐVEIKT á Ego um helgina! Jú fyrir kankvísa og minnuga þá var ég í prófi dauðans á laugardaginn! Og í tilefni af því að mér gekk mjög vel.. ákvað ég, eða nei ákvað Gústi að bjóða mér og Láru á Egó á laugardaginn. Ég var nattlega að vinna, eins og alltaf þegar eitthvað skemmtilegt er uppi ( nema næstu helgi því þá er afmæli hjá katrínu og Björgu? eða er það eftir tvær vikur þegar ég er að vinna? ju orugglega) allaveganna þá bara þeyttist min um bæinn eftir prófið til að kaupa bingógalla, fann eitthvað nothæft, rauk heim, í sturtu, brúnkukrem á mig, hárið í HNÚT! For crying outloud! jamm fann enga teygju! Var eins og hyski í vinnunni, í orðsins fyllstu sko. Samt mjög gaman, fékk að baila klukkan tólf! Já tólf! Vissi að Ego yrði á sviðinu innan skamms svo ég rauk niður að hafa mig til, blés hárið og þambaði G&T (Hefði reyndar alveg getað sleppt því að gera hárið klárt, það var fljott að fara í teygju eftir að gleðin byrjaði) og rauk yfir á Nasa á öðru hundraðinu, hitti Gústa minn fyrir utan ( já fórum í eitt fyrir-ball epla inn á Thorvaldsen) og svo bara í gleðina fyrir allan peninginn!!! Ég brenndi fleiri kaloríum í trylltum dansi heldur en gagngerva ævi mína:) dúuleg
Jamm ég hef bara aldrei skemmt mér jafn vel, segi það og skrifa! Þetta var alger snilld. Fyrir ykkur sem í Danskeland sitjið, þið verðið að stíla næstu heimferð á Ego tónleika!!
Að þessari dansiballsogu skrifaðri þá hef ég voða lítið meira að segja. Þetta er stórskrýtinn dagur, fór í tíma klukkan átta og varð bara geðveikt þreytt og pirruð á konunni sem var að tala, svo ég ákvað að leggja mig eftir timann, fór heim og við mæðginin (ég og Lárus) lögðum okkur í tvo tíma. Hann var nú með brjáluð læti í nótt þessi litli engill! Haldandi voku fyrir manni og öðrum ( reyndar vakna ég aldrei við hann bara Gústi greyið hehe samt!) Fríða mín svona verður þetta bráðum hjá ykkur, þykktustu bara alltaf vera steinsofandi!
Jæja þarf að fara að læra tölfræði því prófagleðin heldur ótrauð áfram! Ég er nattlega svoddan stærðfræðiséní að ég þarf lítið að hafa fyri þessu, ætla nú að fara fram ( er í bókhloðunni) að lesa samt sko, uppá lúkkið bara!
þar til næst...
hugs and kisses!
|
Jamm ég hef bara aldrei skemmt mér jafn vel, segi það og skrifa! Þetta var alger snilld. Fyrir ykkur sem í Danskeland sitjið, þið verðið að stíla næstu heimferð á Ego tónleika!!
Að þessari dansiballsogu skrifaðri þá hef ég voða lítið meira að segja. Þetta er stórskrýtinn dagur, fór í tíma klukkan átta og varð bara geðveikt þreytt og pirruð á konunni sem var að tala, svo ég ákvað að leggja mig eftir timann, fór heim og við mæðginin (ég og Lárus) lögðum okkur í tvo tíma. Hann var nú með brjáluð læti í nótt þessi litli engill! Haldandi voku fyrir manni og öðrum ( reyndar vakna ég aldrei við hann bara Gústi greyið hehe samt!) Fríða mín svona verður þetta bráðum hjá ykkur, þykktustu bara alltaf vera steinsofandi!
Jæja þarf að fara að læra tölfræði því prófagleðin heldur ótrauð áfram! Ég er nattlega svoddan stærðfræðiséní að ég þarf lítið að hafa fyri þessu, ætla nú að fara fram ( er í bókhloðunni) að lesa samt sko, uppá lúkkið bara!
þar til næst...
hugs and kisses!
laugardagur, september 25
Laugardagur til Lærdóms
Já það verða víst allir vikudagarnir til lærdóms næstu vikurnar, próf alla laugardaga í oktober. Fyrsta prófið eftir viku:) var eg buin að segja það kanski? aníveis, er upp í þjóðarbókhloðu að myndast við að læra þetta bull, orðin mörgu fróðari skal ég segja ykkur og held að bráðum geti ég tekið einhverja líffræðingagráðu! Kanski hefur bara Gústi minn skráð mig í vitlaust fag þegar hann kom hérna upp i skóla um árið meðan ég var ennþá úti.. Samt mjog gaman gott og blessað!
Við fórum með kisulingana heim til mömmu og pabba i gær því litli vitleysingurinn hann Lárus hann var bara ekki orðinn nogu þroskaður innan í sér til að vera upp á eigin spýtur, hann var með pípandi niðurgang alla daga. Agalega sætt sko, nema það að það lak alltaf fínerí á littlu sætu loppurnar hans, svo festist það í steinunum og hann var alveg i stokustu vandræðum. Nú við sáum okkur fáa aðra kosti færa en að "refsa" honum smá fyrir sóðaskapinn með þv´að dýfa honum aðeins í bað ( voða grunnt volgt vatn.. samt!) heyrðu minn bara sjaldan skemmt sér betur heldur en í baði... útskýrir kanski hversvegna subbuskapurinn fór stigversnandi og hann var farinn að sprikla í baðkarinu ó/tilneyddur 3 sinnum á dag!
Jæja nog komið af kettlingasogum:) þeir eru allaveganna i heimsokn hjá genatiskri móðuri sinni nuna, en hin saknar þeirra mikið, og hvað þá pabbinn þeirra jesús!
Silja pilja er með matarboð í kvold fyir mig og lárus, ætla að vera dugleg að læra þar til ´drynur hérna í öllu saman að það sé búið að loka, annars verð ég leiðinleg i kvold:)
smooch
ab
Við fórum með kisulingana heim til mömmu og pabba i gær því litli vitleysingurinn hann Lárus hann var bara ekki orðinn nogu þroskaður innan í sér til að vera upp á eigin spýtur, hann var með pípandi niðurgang alla daga. Agalega sætt sko, nema það að það lak alltaf fínerí á littlu sætu loppurnar hans, svo festist það í steinunum og hann var alveg i stokustu vandræðum. Nú við sáum okkur fáa aðra kosti færa en að "refsa" honum smá fyrir sóðaskapinn með þv´að dýfa honum aðeins í bað ( voða grunnt volgt vatn.. samt!) heyrðu minn bara sjaldan skemmt sér betur heldur en í baði... útskýrir kanski hversvegna subbuskapurinn fór stigversnandi og hann var farinn að sprikla í baðkarinu ó/tilneyddur 3 sinnum á dag!
Jæja nog komið af kettlingasogum:) þeir eru allaveganna i heimsokn hjá genatiskri móðuri sinni nuna, en hin saknar þeirra mikið, og hvað þá pabbinn þeirra jesús!
Silja pilja er með matarboð í kvold fyir mig og lárus, ætla að vera dugleg að læra þar til ´drynur hérna í öllu saman að það sé búið að loka, annars verð ég leiðinleg i kvold:)
smooch
ab